Venjur þínar skilgreina hver þú ert

Venjur þínar skilgreina hver þú ert

Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvoir á þér hárið eða setja á þig farða þá eru venjur um 40% af því sem þú gerir alla daga. Venjur eru nauðsynlegar fyrir hugann til að ná að hvílast. Við sköpum okkur bæði góðar og slæmar venjur sem hafa mikil áhrif á okkar líf. Að búa til nýja venju gefur þér vald til að bæta heilsu þína, útlit, afköst, sambönd við ástvini eða bæta þig i vinnu. Góðar venjur geta bætt líf þitt það sem eftir er.

Hvað eru venjur?

Venjur eru litlar ákvarðanir sem þú tekur og gjörðir sem þú framkvæmir daglega. Samkvæmt rannsóknum eru venjur um 40% þess sem .æu gerir alla daga. Það má því segja að líf þitt sé á margan hátt niðurstaðan af venjum þínum. Í hversu góðu formi ertu? Hversu vel gengur þér í lífinu? Hversu hamingjusöm/samur ertu? Svör við þessum spurningum byggja líklega af stórum hluta á þínum daglegu venjum. Það se þú hugsar um og gerir endurtekið ræður því á endandum hver þú ert. Þegar þú lærir að breyta venjum þínum, hvort sem það felst í því aðtaka út óheilbrigðar venjur eða að skapa þér nýjar árangursríkar venjur getur þú séð stórkostlega breytingar á þínu lífi.

Að byrja að skapa sér nýjar venjur:

Það er mikilvægt að ætla sér ekki of mikið í upphafi. Þess vegna mælum við með því að þú byrjir á að velja þér venju sem þú telur að auðvelt verði að koma inní þína daglegu rútínu. Í stað þess að ætla að hugleiða í 20 mínútur á dag, gætiru byrjað á 5 mínútum. Eða í stað þess að taka 50 armbeygjur gætir þú byrjað á 5 á dag. Reyndu að hafa þetta eins viðráðanlegt og kostur er þannig að líkur aukist á að þú náir að fylgja þessari venju alla daga – því það er einmitt lykilinn til þess að festa nýja venju í sessi. Þegar þér hefur gengið vel með þessa nýju venju getur þíu svo smám saman bætt við. Þannig gætir þú til dæmis lengt hugleiðsluna um eina mínútu í hverri viku. Ef 20 mínútna hugleiðsla er loka markmiðið. Með því að gera þetta í litlum skrefum er mun líklegra að þú náir loka markmiðinu. Ef þú reynir strax að byrja á loka markmiðinu er hætt við því að þú gefist upp eftir örfáa daga. Áhugahvöt þín og innblástur mun aukast jafnt og þétt þegar þú finnur að þér er að ganga vel með þær litlu breytingar sem þú ert að gera. Margt smátt gerir eitt stórt og á endanum getur þú séð stórkostlega breytingu á þínu lífi.  Einnig getur verið gagnlegt að skipta venjunni upp í tvo eða fleiri hluta yfir daginn. Ef við höldum áfram með dæmið um hugleiðsluna gæti til dæmis verið auðveldara fyrir þig að ná á endanum að hugeiða tvisvar yfir daginn í 10 mínútur í senn í stað þess að gera það einu sinni í 20 mínútur. Lykilatriðið er að sníða venjuna sem best inní þína daglegu rútínu.

Að detta úr takt er eðlilegt:

Það gera allir mistök, afreksíþróttafólk missir stundum úr æfingu, heilsugúrú fær sér stundum kökusneið og stundvísasta fólkið mætir stundum of seint. Það sem er mikilvægt hjá öllum þessum einstkalingum og öllum þeim sem ná langt á sínu sviði er að þeir dvelja ekki við mistökin og gera ekki sömu mistökin aftur og aftur. Þannig er allt í lagi að detta aðeins úr takt og ná ekki að fylgja nýjum venjum eftir og missa út dag eða tvo. Það sem skiptir máli er að gefast ekki upp heldur taka upp þráðinn þar sem frá var hirfið og byrja aftur. Rannsóknir sýna að það að klikka á venjunni einstaka sinnum hefur ekki áhrif á loka niðurstöðuna. Það er því mikilvægt að slaka á fullkomnunaráráttunni og allt eða ekkert hugsunarhættinum og reyna þess í stað að gera sitt allra besta og vera fljót/ur aftur uppá lappir ef maður hrasar.

Þú ættir ekki endilega að búast við mistökum en það er samt gott að vera undirbúin/nn fyrir þau. Það getur verið gagnlegt að taka sér tíma og velta fyrir sér hvað gæti valdið því ekki takist að framfylgja nýjum venjum, er eitthvað ákveðið sem ber að varast? Hvernig ætla ég að bregðast við ef mér mistkekst? Það sem mestu máli skiptir er að vera vinnusamur og halda áfram, það þarf ekki að vera fullkomin/nn.

Hvernig er gott að byrja:

Notaðu venju sem er nú þegar til staðar hjá þér sem áminningu fyrir nýja venju sem þú villt tileinka þér. Sem dæmi má taka að ef þú villt venja þig á að nota tannþráð er gott að tengja það við venju sem er nú þegar til staðar, til dæmis að bursta tennurnar. Það er væntanlega eitthvað sem þú gerir daglega án þess að hugsa þig um og án þess að vera sérstaklega motivated fyrir því. Það er mikilvægt að nýta slíkar fastmótaðar venjur sem áminningar fyrir þær nýju í stað þess að framkvæma bara nýjar venjur þegar eldmóður fyrir þeim er til staðar. Eldmóður er breytilegur (stundum langar okkur á æfingu, stundum ekki) og því er ekki góð hugmynd að treysta einungis á það ef við viljum skapa okkur venju sem festist í sessi alla daga. Mikilvægt er líka að gera nýju venjuna eins aðgengilega og mögulegt er. Ef við tökum tannþráðinn aftur sem dæmi væri hlgt að vera með tannþráð alltaf hliðina á tannburstanum og tannkreminu þannig að við sjáum hann í hvert sinn sem við burstum tennur og munum þannig frekar eftir að nota hann.

 

Við skorum á þig að taka út einhverja slæma venju í þínu lífi og/eða skapa þér nýja góða venju í 30 daga. Þetta þarf ekki að vera mjög róttæk breyting því litlar endurteknar breytingar hafa mikil áhrif til lengri tíma.

Skráðu þig á póstlistann eða halaðu niður vinnubókinni okkar um venjur.

 

Gangi þér vel!

Back to blog