HELSTU EIGINLEIKAR MUNUM DAGBÓKAR

 • TÍMASTJÓRNUN

  Með því að skipuleggja árið, mánuðinn, vikuna og daginn á markvissan hátt má auðvelda tímastjórnun og auka líkur á afköstum.

 • MEIRI ÁRANGUR

  Með því að hámarka tímann þinn með betra skipulagi, setja þér skýr markmið og hafa yfirsýn með verkefnum má hámarka líkur á góðum árangri.

 • JÁKVÆÐ HUGSUN

  Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Með því að einblína á það góða í lífinu, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og einbeita sér frekar að því jákvæða má auka lífshamingju til muna.

 • MARKMIÐASETNING

  Með því að setja sér skýr og raunhæf markmið, búta þau niður í smærri skref og hafa þau mælanleg og innan ákveðins tímaramma má margfalda líkur á árangri.

 • HVATNINGARORÐ

  Í hverri viku birtast hvatningarorð sem ætluð eru til að veita innblástur og hvatningu inn í nýja viku.

 • VERKEFNALISTAR

  Verkefnalisti fyrir mánuðinn, vikuna og daginn auðveldar okkur að halda utan um verkefnin og klára þau. Einnig er gott að nota verkefnalista til að forgangsraða verkefnum.

 • YFIRSÝN

  Að hafa góða yfirsýn yfir tíma sinn og verkefni getur haft góð áhrif á afköst og skipulag bæði til skemmri og lengri tíma. Gott er að hafa yfirsýn fram í tíman og vera þannig betur undirbúin/nn til að takast á við verkefni sem bíða manns.

 • MATUR DAGSINS

  Fyrir hvern dag er reitur þar sem hægt að skrá niður það sem borðað er yfir daginn eða skipuleggja máltíðir fram í tímann. Þannig má bæði fækka ferðum í búðina og spara í matarútgjöldum.

 • ÆFING DAGSINS

  Með því að skipuleggja æfingar, göngutúra, útivist eða hverskyns hreyfingu fram í tímann er mun meiri líkur á að maður drífi sig af stað og nái að hreyfa sig oftar. Einnig er gott að skrá niður æfingar fyrir þá sem hreyfa sig mikið og vilja hafa yfir hreyfinguna hjá sér.

Buy MUNUM DAGBÓK 2017 - GRÁ

4,150 kr

Buy MUNUM DAGBÓK 2017 - GUL

4,150 kr
Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Unnur Valborg Hilmarsdóttir

Ég er ein af þessum konum sem er með marga bolta á lofti, fjölskyldan, vinnan, félagsmálin, vinirnir, ræktin, holla mataræðið, jógað, sálarlífð og allt þetta sem keppist um þessar 1440 mínútur sem við höfum í sólarhringnum. Til að ná utan um allt það sem er mér mikilvægt að gera set ég mér markvisst markmið og skipulegg vikuna fyrirfram í takt við markmiðin. Í gegnum tíðina hef ég gert þetta með mismunandi hætti en það var ekki fyrr en ég kynntist MUNUM dagbókinni sem ég gat dregið þetta allt saman á einn stað og gott betur en það. Ég held utanum markmiðin mín, tossalistann, æfingaáætlunina og held matardagbók...allt á einum stað. Auk þess er í bókinn staður þar sem hægt er að skrá í hverri viku hvað við erum þakklát fyrir sem hjálpar mér að koma auga á meta betur það sem ég hef. MUNUM dagbókin inniheldur fjöldan allan af hvetjandi tilvitnunum sem oft hafa gefið mér hvatningarskot þegar á þarf að halda. Leggðu tölvudagbókinni, tossamiðunum, postit bunkanum eða hverju því sem þú hefur notað til að skipuleggja þig fram til þessa. MUNUM dagbókin er allt sem þú þarft!

Lesa fleiri ummæli

FAQ

Hvar fæst Munum dagbókin?

Munum dagbókin fæst í öllum helstu bókabúðum landsins. A4 um allt land, Pennanum Eymundsson um allt land, Bókabúð Máls og menningar, Bóksölu stúdenta HÍ og HR, ​Gló veitingastað, Hrím, ​Sólir og fl. minni sölustöðum.

Hvernig verður Munum bókin í ár?

A5 stærð - 264 bls. - Mjúk leðurkápa en ekki harðspjalda eins og í fyrra - kjölband - Betri saumur sem gerir það að verkum að auðvelt er að hafa hana opna. - Þynnri og léttari - Rauðir dagar - Línustrikuð síða fyrir hverja viku - 100 listi yfir atriði sem þú vilt gera, vera, eiga - Öll hvatningarorð á íslensku - Stærri reitir til að skrifa í - Lengri dagar - Markmiðasetningin, þakkarglugginn, to-do verkefnalistarnir, æfing dagsins, matur dagsins er svo allt á sínum stað.

Verður bókin með gorm?

Ákveðið var að bókin yrði ekki með gormi en saumurinn á bókinni er með öðrum hætti en í fyrra og því ætti bókin að haldast betur opin.

Fæst bókin í fleiri stærðum eða litum?

Bókin fæst einungis í A5 stærð og verður í sömu litum. Hún mun fást í gulum lit og gráum. Ef þú vilt sjá bókina í fleiri stærðum þá máttu endilega senda á okkur línu því þitt álit skiptir okkuar máli.