• MARKMIÐ & DRAUMAR

  Markmið eru draumar sem geta orðið að veruleika. Með því að setja sér skýr og raunhæf markmið, búta þau niður í smærri skref og hafa þau mælanleg og innan ákveðins tímaramma má margfalda líkur á árangri. Munum dagbókin er hönnuð með það að leiðarljósi að auðvelda þér þessa vinnu og hvernig þú getur innleitt markmiðin þín inn í daglegt skipulag.

 • VENJUR & RÚTÍNUR

  Venjur þínar skilgreina hver þú ert og hafa griðarlega mikil áhrif á líf þitt. Um 40% af tíma okkar á degi hverjum stjórnumst við af venjum, en venjur er það sem við eigum til að gera ítrekað án þess að hugsa eða veita því athygli. Það að skoða venjurnar sínar og gera bætingar á þeim hefur gríðarleg áhrif á líf þitt til lengri tíma.

 • JÁKVÆÐ & ÞAKKLÁT HUGSUN

  Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar, með því að einblína á það góða í lífinu, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og einbeita sér frekar að því jákvæða má auka hamingju til muna. Fyrir hverja viku erum við með jákvæða hvatningu sem hugsuð eru til að gefa þér innblástur inn í vikuna. Einnig má finna pláss sem tileinkað er þakklæti vikunnar.

 • HEILSA

  Það er ekkert mikilvægara en heilsan okkar því án hennar getum við ekki lifað því lífi sem við viljum. Í dagbókinni hvetjum við þig til þess að setja andlega og líkamlega heilsu í forgang með bættum svefni, hollu mataræði og reglulegri hreyfingu.

 • SKIPULAG & YFIRSÝN

  Að hafa gott skipulag og góða yfirsýn yfir tíma sinn og verkefni getur haft góð áhrif á afköst og skipulag bæði til skemmri tíma og lengri. Gott er að hafa yfirsýn fram í tímann og vera þannig betur undirbúin að takast á við verkefni sem bíða manns.

 • TÍMASTJÓRNUN

  Með því að skipuleggja árið, mánuðinn, vikuna og daginn á markvissan hátt má auðvelda tímastjórnun og auka líkur á afköstum. Einnig má finna ýmis ráð í tímastjórnun í Munum dagbókinni.

Hverjar eru þínar venjur?

Vissur þú að 40% af deginum þínum stjórnast af venjum þínum? Öll eigum við okkur góðar og slæmar venjur. Venjur tengjast ekki eingöngu hegðun heldur geta þær líka tengst viðhorfi, framkomu, hugarfari, neikvæðni, stressi ofl. Þess vegna má segja að venjur þínar gætu verið að spila stóran þátt í þvi að þér tekst ekki að vera sú manneskja sem þú óskar þér að vera. Venjur eru ólíkar markmiðum, þær hafa ekki upphaf og endi heldur er það litlar athafnir sem við gerum endurtekið yfir langan tíma. Við skorum á þig að skoða venjur þínar því litlar breytingar geta haft stórkostleg áhrif á líf þitt til lengri tíma. Við bjóðum þér fría vinnubók sem hjálpar þér að taka fyrsta skrefið í átt að betri venjum.

Ég vil fría vinnubók

Eigendur munum

Erla Björnsdóttir

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknisfræði. Erla er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. 

Erla hefur birt fjölda greina um svefn í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Erla starfar einnig við kennslu og sem leiðbeiniandi BS og meistaranema í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

Erla hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla hefur einnig gefið út bækur um svefn, bæði fyrir börn og fullorðna

Eigendur munum

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir

Þóra Hrund er viðskipta- og markaðsfræðingur og er að ljúka ritgerðaskrifum í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun ásamt því að vera mark- og teymisþjálfi.

Síðustu ár hefur Þóra unnið sem framkvæmdastjóri ÍMARK ásamt því að eiga fyrirtæki Brands þar sem hún vinnur að eigin verkefnum, ráðgjöf, stefnumótun, verkefnastjórnun, viðburðastjórnun, upplifunarhönnun og markaðsráðgjöf. Þóra vinnur nú að útgáfu bókarinnar Fjölskyldan mín ehf. sem fjallar um hvernig hægt sé að reka fjölskyldur meira eins og fyrirtæki.

 • Ert þú búin/n að gera upp árið 2023?

  Ert þú búin/n að gera upp árið 2023?

  Nú er árið senn á enda og þá er kjörið tækifæri til þess að gefa sér tíma, líta yfir farinn veg og fara yfir árið sem er að líða. Hvernig...

  Ert þú búin/n að gera upp árið 2023?

  Nú er árið senn á enda og þá er kjörið tækifæri til þess að gefa sér tíma, líta yfir farinn veg og fara yfir árið sem er að líða. Hvernig...

 • Venjur þínar skilgreina hver þú ert

  Venjur þínar skilgreina hver þú ert

  Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvoir á þér hárið eða...

  Venjur þínar skilgreina hver þú ert

  Vissir þú að 95% af öllu sem þú hugsar, finnur, gerir eða afrekar er niðurstaða af venjum þínum? Hvort sem það er að bursta tennurnar, þvoir á þér hárið eða...

 • Afhverju að setja sér markmið?

  Afhverju að setja sér markmið?

  Það skiptir máli að hafa markmið Rannsóknir hafa ítrekað sýnt það að fólk sem setur sér skýr markmið nær meiri árangri í lífinu. Staðreyndir er þó sú að alltof margir...

  Afhverju að setja sér markmið?

  Það skiptir máli að hafa markmið Rannsóknir hafa ítrekað sýnt það að fólk sem setur sér skýr markmið nær meiri árangri í lífinu. Staðreyndir er þó sú að alltof margir...

1 of 3

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvar fæst MUNUM dagbókin?

MUNUM dagbækurnar eru einnig fáanlegar í eftirfarandi verslunum:

- Penninn Eymundsson
- A4
- Salka bókabúð
- Forlaginu
- HRÍM
- Hagkaup

Er sendingagjaldið innifalið í verði?

Sendingagjaldið er innifalið í verðinu því ekki bjóðum við upp á að sækja.

Er hægt að sækja vörur?

Við bjóðum almennt ekki upp á að sækja til okkar vörur en ef það er eitthvað sérstakt tilfelli þá endilega sendu okkur skilaboð.

Hvenær koma bækurnar?

2024 dagbókin kemur til okkar í byrjun Desember. Við komum til með að senda allar bækur frá okkur leið og þær koma í hús.

Hvað er ég lengi að fá pöntunina í pósti?

Við förum með allar pantanir næsta virka dag eftir að pöntun berst. Pósturinn er að taka yfirleitt um 2-5 virka daga eftir staðsetningu.

Sendu okkur línu